Ég eyði mestallri vikunni í það að forrita, og oft kemur það fyrir að þetta verður helvíti skemmtilegt. Ég er að smíða debugger fyrir Python, sem verður að virka með stackless python, sem gerir það nú ekkert svo erfiðara. Ég hélt fyrst að þetta mundi nú vera hið versta mál, og þvílíkt vesen að reyna að þrepa sig í gegn um kóða sem er skiptur upp í macro þræði og að ég þyrfti að halda utan um allt 'context switch' til að fylgjast með staflanum og hvað í rauninni væri að gerast. En það var allt út af engu. Gagnagrindurnar í Python gera manni kleyft að smíða sinna sinn eigin Python aflúsara með litlu 250 lína Python forriti, sem hefur þá þessar algengustu aðferðir til að þrepa í gegnum forritið; Next, Step, Continue, Break. Síðan er bara að gefa notendanum skel sem hefur aðgang að öllum breytum í þeim ramma sem aflúsarinn er í þá stundina. METALL.
Þessi hljómsveit sem ég er að spila í núna er frekar fámenn en góðmenn. Trommarinn er úr hljómsveitinni Momentum og hinn gítarleikarinn er úr hljómsveitinni I Adapt, og vonandi erum við að fá fleiri menn í þetta til að gera þetta skothelt. Það er leikið sér með allan fjandan, thrash, jazz, metal, progressive, blast-beats og drum bass og allt er þetta soðið saman með grípandi gítarriffum og vænni keyrslu. Tilraunastarfsemi og klár hljóðfæraleikur gerir þetta að keppnis afurð og ég hef þessi tvö 'sýnishorn' sem ég get nú deilt með þeim sem lesa þetta. Það er bara Ég og trommarinn hann Stjáni sem eru að spila á þessu og var þetta tekið upp með einum hljóðnema á æfingu hjá okkur, þannig látið ykkur ekki bregða þótt það vanti aðeins upp á hljómgæðin.
Prufa 1
Prufa 2
En þangað til næst.
Ta ta
Þessi hljómsveit sem ég er að spila í núna er frekar fámenn en góðmenn. Trommarinn er úr hljómsveitinni Momentum og hinn gítarleikarinn er úr hljómsveitinni I Adapt, og vonandi erum við að fá fleiri menn í þetta til að gera þetta skothelt. Það er leikið sér með allan fjandan, thrash, jazz, metal, progressive, blast-beats og drum bass og allt er þetta soðið saman með grípandi gítarriffum og vænni keyrslu. Tilraunastarfsemi og klár hljóðfæraleikur gerir þetta að keppnis afurð og ég hef þessi tvö 'sýnishorn' sem ég get nú deilt með þeim sem lesa þetta. Það er bara Ég og trommarinn hann Stjáni sem eru að spila á þessu og var þetta tekið upp með einum hljóðnema á æfingu hjá okkur, þannig látið ykkur ekki bregða þótt það vanti aðeins upp á hljómgæðin.
Prufa 1
Prufa 2
En þangað til næst.
Ta ta
powered by performancing firefox