Sunday, December 02, 2007

Hundlatur bloggari

Ég er ekki búin að vera duglegur að blogga. Ég fraus í skrifum einu sinni, og náði mér ekkert á skrið aftur.

Júlí:
Fimm daga gönguferð um hornstrandir.

Ágúst:
Í byrjun ágúst flaug ég til San Diego með vinnufélögum mínum til að sækja SIGGRAPH ráðstefnuna. SIGGRAPH er ráðstefna tileinkuð þrívíddar grafík sem nerðir eins og ég hafa endalaust gaman af. Fyrir utan ráðstefnuna var mætt á nokkrar frekar flottar veislur í boði Autodesk, Softimage og Natural Motion.

Autodesk veislan var haldin á flugmóðurskipinu USS Midway, sem er núna bara safngripur í höfninni í San Diego. Þessi veisla var vel troðin af nörðum og fullum stærðfræðingum, sem flest allir voru fastir upp á dekki með orustuþotum og 4 opnum börum. Okkur var ekki hleypt niður í veislusalinn fyrr en eftir rúman 1 1/2 tíma og þá voru flestar veitingar búnar, en ekki öll skemmtun dauð þar sem hægt var að prófa flughermi og horfa á hálfnakktar dansmeyjar dansa við háværa house tónlist.

Softimage veislan var haldin í House Of Blues og tók það okkur 2 tíma í biðröð til að komast þar inn. Við t.d tókum eftir því að honum Jim Blinn var stungið fram fyrir okkur inn á skemmtistaðinn, sem maður átti alls ekki von á, þar sem hann er háaldraður tölvunarfræðingur.
þessi veisla var ekki eins öflug og sú sem var á flugmóðurskipinu, en maður gat þó látið dáleiða sig af sömu hálfnökktu stelpunum við háværa house tónlist.

September, Október, Nóvember:
Vinna eins og brjálaður fyrir CCP, þar sem nýja viðbótin er að koma út núna fimmta desember.

Ég hef verið að æfa með rokk bandinu mínu þegar tími gefst og erum við að fara að henda einhverjum demóum á netið von bráðar.

Nú er maður að vona að maður geti farið að lifa eðlilegu lífi aftur þar sem þessi vinnutörn er að fara að taka enda.



Powered by ScribeFire.