Þetta er fyrsta blogfærslan mín, og er ekki betra að byrja hana á einhverskonar kvörtun...
Ég fékk ritgerð með fréttablaðinu mínu í morgun. Hún var svona hljóðandi:
"Blaðberar & Póstberar skilja sjaldnast íslensku. Svo máttu hafa skilaboðin ofar svo að fólkið þurfi ekki að leggjast á hnéin til þess að lesa.
Íslenski afleysingablaðb.
P.S. ég vil að það sé komið fram við þetta fólk sem þjónar okkur af virðingu.
NO Fréttablað/Blað eða strika yfir nöfnin."
Ég verð að segja að mér brá nú bara töluvert... þar sem ég hélt að miðinn minn væri bara á góðum stað beint fyrir ofan lúguna. Þar ætti nú blaðberinn að geta séð hann þar sem hann þarf hvort eð er að leggjast á hnéin til að troða öllum þeim ruslpósti sem hann pokar á sér í gegn um lúguna mína. Miðinn minn sem kallaði fram þessi rosalegu viðbrögð lítur þannig út:
"
ENGAN RUSLPÓST!!
Takk Fyrir.
Ruslpóstur = {Fréttablaðið, Blaðið, Auglýsingapésar}
"
Þetta fór greinilega fyrir brjóstið á blaðberanum mínum í dag. Kanski var það mengja segðin sem fyllti mælinn, eða bara íslenskan. Þarf ég að uppfæra miðan minn? Eða ætti ég að líma skilaboðin sem mér bárust á útihurðina með viðeigandi viðbót?
Það er alla vegna blaðberi þarna úti sem er við það að verða "postal" eins og nágranninn minn orðaði það. Ég verð greinilega að íhuga vel minn næsta leik... þetta gæti orðið stríð.
Takk fyrir BLAÐrIÐ.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Alls ekki slæmt að fá svona kvörtun sama dag og fréttablaðið er 5 ára!
Til hamingju með nýjan bloggstað, bæti þér nú við að nýju
Post a Comment