Wednesday, April 26, 2006

Ég þarf að fara í eitt próf næsta miðvikudag, þá eru öll prófin fyrir B.Sc gráðuna búin. En ég gerði það hins vegar í síðustu viku að skrá mig í M.Sc í tölvunarfræði við háskólann, þannig að námið hjá mér er engan vegin búið, en það verður hins vegar keyrt aðeins rólegra því að ég verð í fullri vinnu með námi.
Ég byrja að vinna næsta fimmtudag og mig hlakkar þvílíkt mikið til. Fá loksins að forrita í vinnutímanum mínu, það er bara glæsilegt. Það gæti verið erfitt að fara heim úr vinnunni eftir að vera sokkinn niður í eitthvað krefjandi og skemmtilegt verkefni, en ég held að ég ráði við það.

Ég verð mjög upptekin þessa vikuna, því að ég þarf að vera búin að fara yfir 450 bls fyrir prófið í tölvugrafík, búin að setja saman grófa skírslu fyrir lokaverkefnið mitt, sem er nú bara kominn í einhverjar 10 bls og bæta við nokkrum fítusum í lokaverkefnið sjálft til að gera það enþá flottara.

Hingað til er verkefnið mitt orðið eitthvað um 4,000 línur af python kóða. En það hefur nú stundum ekkert gengið allt of vel, því til að byrja með var ég nú farinn í riðga sem forritari, dottinn aðeins úr grúvinu. Ég komst nú ekkert strax almennilega í gang fyrr en mér tókst að leysa einn mest pirrandi bögginn, sem gerði það verkum að verkefnið mitt hrundi við mjög skrítinn tilfelli, eins og að bæta við breytum eða föllum sem voru ekki einu sinni notuð. Það eina að stærðin á skránni breyttist gerði forritið óstöðugt. Þetta gerði mig ekki vongóðan um að þetta verkefni ætti eftir að líta vel út, en það sem betur fer breyttist þegar ég loksins fann þessa lúmsku pöddu.

Python og wxPython er algjört gull. Það getur verið mjög einfallt að setja saman gluggaforrit með python, en það getur líka verið mjög auðvelt að gera það illa. Mikið af tímanum sem fór í þetta verkefni hefur verið í að endurskrifa og lagfæra fljótfærnisvillur sem maður gerði meðan maður var að læra á þessi tól til að byrja með. Ég ráðlegg hverjum sem er, sem hefur einhvern áhuga á forritun og er að púsla saman einhverju gluggaumhverfi að gefa Python og wxPython tækifæri.

__tata__

No comments: