Jæja, ég er búin með fyrstu vikuna í nýju vinnunni minni og er búið að vera þetta helvíti gaman. Gleymi mér frekar yfir því sem ég er að gera sem er nú gott mál þar sem maður þarf nú að vera sem afkastamestur þegar meður er að forrita.
Ég fékk 10 í tölvugrafík, sem er nú bara helvíti gott finnst mér. Var búin með allar 6 spurningarnar í prófinu um 11:30, semsagt hálftíma fyrir próflok og man ekki eftir því að hafa klárað próf frá Hjálmtýr á styttri tíma. Annars er maður að fara í afmælisveislu í kvöld, þar sem Eve-Online er orðin þriggja ára gamall. Þar mun verða hellings matur og alls kyns skemmtilegheit.
Best að maður hafi sig til fyrir stuðið ;)
Ta ta
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þetta hefur nú ekki verið neitt smá partí! Þú ert greinilega ennþá að jafna þig á því!
Post a Comment