Wednesday, May 24, 2006

Við í hljómsveitinni spiluðum á grandrokk síðasta laugardag ásamt I Adapt og Innvortis, og var það svona ómannlega skemmtilegt. I Adapt voru svakalega sterkir, og Innvortis var tær snilld. Mér fannst líka svona helvíti gaman að spila þegar hljóðið var svona drullu vel blandað. :) Annars fyrir utan það er ég búin að vera að vinna eins og vitlaus síðustu þrjár vikur og hef gefið mér lítin tíma í annað en það. Ég fékk 9,5 fyrir lokaverkefnið mitt sem er mjög gott þar sem mér skillst að það sé ekki gefið 10 fyrir lokaverkefni, en fyrir utan góðu einkunnirnar mínar þessa önn, kom upp smá vandamál með einingarnar sem voru metnar að utan. Þær voru ekki búnar að fara í gegn um allt sitt pappírs ferli því að einhver konan hringdi í mig frekar furða yfir því að ég væri skráður í útskrift... argh. Nú ef það fer svo að ég fæ þetta bara ekki í gegn og ég þurfi að taka 10 einingar næstu önn, gerir það lítið til þar sem ég hefði hvort sem er tekið eitthvað fag þá önnina fyrir meistaranámið sem ég sótti um í. Jæja... ég þarf að fara að kjósa og borða.

tata

4 comments:

gummi said...

Til hamingju með lokaverkefnið. --Guðmundur Örn

Siggi Sveinn said...

Til hamingju með lokaverkefnið.
Leiðinlegt með 'búreókrasíuna' sem þú ert að lenda í. Vonandi reddast það.
Annars, þegar þið í bandinu þínu eruð að spila, þá máttu alveg blogga um það ÁÐUR en þið spilið svo að fólk viti hvar og hvenær það eigi að mæta.

jhaukur (kjwise) said...

Rokk!

Sandra said...

Innilegar hamingjuóskir með útskriftina og þennan flotta áfanga í lífinu:-)
Megir þú eiga góðan og skemmtilegan útskriftardag:-)
Kveðja
Sandra