Ég er langt frá því að vera duglegur að blogga, en þar sem það eru liðnir 6 mánuðir, kanski hefur maður þá eitthvað til að segja frá. Ég er ekki lengur að spila með hljómsveitinni Hostile og farinn að spila kræfari tónlist með tveimur öðrum hljóðfæraleikurum og er líka þetta óendanlega gaman að spila með þeim. Fyrir utan það, þá er ég bara búin að vera að vinna eins og vitlaus fyrir CCP og að spila á gítarinn með svipuðum ákafa, þannig að lítið annað en það hefur komist að síðustu sex mánuði. Annars þarf ég að fara að leita mér að íbúð þar sem ég fæ líklega ekki að vera í íbúðinni í stúdentagörðunum mikið lengur en fram í Mars. Því ég er ekki búin að skila af mér þeim sex einingum sem mér er skilt að skila af mér á haustönn til að halda íbúðinni. Hvað á maður að gera? Kaupa eða Leigja? Ég held að maður verður að kaupa þar sem leiguverðið í bænum er hærra en afborganirnar af þessu skelfilega dýra húsnæði sem finnst hérna í borginni. Nú er bara að finna einhverja 3 herbergja, 70 - 90fm íbúð á viðráðanlegu verði á góðum stað hérna í bænum.
powered by performancing firefox
2 comments:
Ég segi kaupa
Það er rétt, þú ert ekki mjög duglegur að blogga hahaha... ;p
En ég er sammála, kaupa it is!
Post a Comment