Saturday, June 30, 2007

Einn bjór takk

Fyrir rúmu ári síðan, tók ég upp á því að hætta að drekka. Mér þótti það ekkert gaman, að verða fullur, leiðinlegur og síðar meir þunnur. En í gær bað ég barþjóninn á Dillon um einn bjór, sem síðan varð að tveimur eftir rúma klukkustund. Allt í allt, drakk ég eitthvað um 2 1/5 af stórum íslenskum bjór í gær. Ég er ekkert þunnur þar sem vökvanum var dreift á magan yfir góðar 3 stundir, en það er kominn langur tími síðan ég svaf til hádegis.
Það kemur auðvitað alltaf eitthvað upp á þegar menn eru að drekka, og í þetta skiptið þurftum við félagarnir að standa vörð fyrir einhverja íslenska stelpu sem var að hlaupa frá íslenskum/latínó strák. Stelpan virtist mjög hrædd og gaurinn mjög ákveðinn, en það var eitthvað furðulegt við það að hlaupa á eftir stelpunni niður hverfisgötuna sem gaurinn síðan virtist lítið þekkja þegar við fældum hann frá.
Kannski var hann einn af þeim sem heldur að NEI þýði, I LIKE IT ROUGH. Einum félaga mínum fannst hann vera sú týpa og langaði að breyta brúnu latínó yfirferðinni yfir í bláan/gulan/rauðan keim til að gera íslensku samfélagi smá greiða. En við vitum ekki aðdraganda af þessarri vitleysu, þannig það er best að vera ekki að taka þátt í slíku að breyta útliti mannsins til muna.

Jæja, þessi bjór smökkun var ekkert svo slæm. Kanski er hægt að gera þetta í einhverju hófi, eins og annan hvern mánuð að smakka öl og elta stelpur. Hina dagana þurfa stelpurnar bara að lifa við það að ég er ekki í glasi.

METALL


Powered by ScribeFire.

Friday, June 29, 2007

Tannlæknar eru djöfullinn.

Ekki hefur mér nokkurn tíman fundist það gaman að fara til tannlæknis, og sérstaklega ekki þegar þetta virðist vera eitthvað cosmetic skraut. Ég fékk þessa leiðinlegu holu sem ég varð að láta laga, þurfti að rótarfylla og búa til krónu, og var það ekki tilbúið fyrr en eftir einhverja 6 mánuði af borun mátun, klikkun og klúðri. Þegar það koma að því að líma krónuna á þá klúðraðist aðgerðin örlítið. En hún fór á og virkaði, ég gat tuggið mat og fann ekki fyrir neinum óþægindum. Þar sem tannsa fannst þetta frekar klúðurslegt vildi hann fá annað tækifæri til að laga þetta, og ég í sakleysi mínu jammaði bara og leyfði tannsa að ráðast á tönnina aftur.

En djöfull sé ég eftir því núna, það vantar krónuna á tönninna og ég sit eftir með hauslausa tönn með svo hvössum brúnum að vinstri hliðin á tungunni er farinn að minnka.
Síðan var minnst á að gera við endajaxlinn minn, sem tannsi vildi fyrst taka úr. Nú kannast tannsi ekkert við það og vil lappa upp á þann fannt.

Ég verð að segja NEI. Ef það er eitthvað meira átt við kjaftinn á mér, verður það að verða mér í hag, ekki bara fyrir tannsa til að búa til viðskipti fyrir sig.

Ef reikningurinn fyrir þessa tönn verður of hár, skipti ég um tannlækni.


Ég er ekki nógu harður. Allt of hlédrægur og rólegur.

Hálfgerð skómotta fyrir tannlækna... Þetta er vandamál, og ég þarf að laga það.






Powered by ScribeFire.

Wednesday, June 20, 2007

Polymental

Nýja hljómsveitin mín er núna komin með nafn. Polymental varð fyrir valinu að þessu sinni, en ef við finnum eitthvað betra bráðlega mun það fá að fjúka.

Við erum að spila á classic rock, 21 júni kl 21:00 og munum spila 5 lög af þessum 10 sem við höfum í pokahorninu. Algjör óþarfi að spila of lengi þegar við erum rétta að skríða úr skelinni. Við tókum upp trommurnar hjá Óla úr Celestine og var það allt tekið upp í einni töku fyrir utan eitt lag þar sem við spiluðum það of hægt. Verðum að muna eftir því næsta að vera með metronome svo að við séum ekki að eyða tímanum í mistök og vitleysur.

Ég og Kjartan erum að taka upp gítarana núna, ég er búin að renna yfir þetta einu sinni, en mig langar að taka þetta allt upp aftur þar sem ég var nú ekki nógu ánægður með mínar upptökur. Ekkert stress í gangi, þetta er allt á okkar tíma, ekkert stúdíó að aðstoða okkur með þann hluta, við erum með Pro Tools og góða hljóðnema þannig við fáum gott hljóð úr græjunum okkar og erum færir á okkar hljóðfæri.



Metall





Powered by ScribeFire.

Sunday, June 17, 2007

Krít

Þetta var í fyrsta skiptið sem ég fer í launað sumarfrí. Ég hef hingað til annað hvort verið í skóla á veturna eða verið of stutt í vinnunni til að vinna mér inn sumarfrí.



Mestum tímanum var eytt í að rölta um Chania og sóla sig. Það er álíka gaman að sóla sig og að horfa á málningu þorna. Maður bara bíður eftir því að verða brúnn og sætur.



Laugardagur:

Mætt á hótelið og barinn skoðaður.

Sunnudagur:

Rölt um miðborgina, étið, sólað sig.

Mánudagur:

Rölt um bæinn, farið á krossmarkaðinn til að versla meðan maður reynir að verða ekki fyrir dúfnaskít.

Þriðjudagur:

Siglt til Santoríní, skoðað smáþorpin sem hanga utan á klettunum.

Miðvikudagur:

Hangið við sundlaugina, sólað sig og síðan farið á ströndina.

Fimmtudagur:

Meiri sól. Éta.

Föstudagur:

Farið í vatnsrennibrautir, og í afmælisveislu Gumma. Éta.

Laugardagur:

Undirbúið ferðina heim.



Það var mikið gert af því að éta og sóla sig. Síðan hitti maður líka nokkuð af mjög skemmtilegu fólki.



Þetta var nú bara frekar vel heppnað.



Tata







Powered by ScribeFire.