Wednesday, June 20, 2007

Polymental

Nýja hljómsveitin mín er núna komin með nafn. Polymental varð fyrir valinu að þessu sinni, en ef við finnum eitthvað betra bráðlega mun það fá að fjúka.

Við erum að spila á classic rock, 21 júni kl 21:00 og munum spila 5 lög af þessum 10 sem við höfum í pokahorninu. Algjör óþarfi að spila of lengi þegar við erum rétta að skríða úr skelinni. Við tókum upp trommurnar hjá Óla úr Celestine og var það allt tekið upp í einni töku fyrir utan eitt lag þar sem við spiluðum það of hægt. Verðum að muna eftir því næsta að vera með metronome svo að við séum ekki að eyða tímanum í mistök og vitleysur.

Ég og Kjartan erum að taka upp gítarana núna, ég er búin að renna yfir þetta einu sinni, en mig langar að taka þetta allt upp aftur þar sem ég var nú ekki nógu ánægður með mínar upptökur. Ekkert stress í gangi, þetta er allt á okkar tíma, ekkert stúdíó að aðstoða okkur með þann hluta, við erum með Pro Tools og góða hljóðnema þannig við fáum gott hljóð úr græjunum okkar og erum færir á okkar hljóðfæri.



Metall





Powered by ScribeFire.

No comments: