Ekki hefur mér nokkurn tíman fundist það gaman að fara til tannlæknis, og sérstaklega ekki þegar þetta virðist vera eitthvað cosmetic skraut. Ég fékk þessa leiðinlegu holu sem ég varð að láta laga, þurfti að rótarfylla og búa til krónu, og var það ekki tilbúið fyrr en eftir einhverja 6 mánuði af borun mátun, klikkun og klúðri. Þegar það koma að því að líma krónuna á þá klúðraðist aðgerðin örlítið. En hún fór á og virkaði, ég gat tuggið mat og fann ekki fyrir neinum óþægindum. Þar sem tannsa fannst þetta frekar klúðurslegt vildi hann fá annað tækifæri til að laga þetta, og ég í sakleysi mínu jammaði bara og leyfði tannsa að ráðast á tönnina aftur.
En djöfull sé ég eftir því núna, það vantar krónuna á tönninna og ég sit eftir með hauslausa tönn með svo hvössum brúnum að vinstri hliðin á tungunni er farinn að minnka.
Síðan var minnst á að gera við endajaxlinn minn, sem tannsi vildi fyrst taka úr. Nú kannast tannsi ekkert við það og vil lappa upp á þann fannt.
Ég verð að segja NEI. Ef það er eitthvað meira átt við kjaftinn á mér, verður það að verða mér í hag, ekki bara fyrir tannsa til að búa til viðskipti fyrir sig.
Ef reikningurinn fyrir þessa tönn verður of hár, skipti ég um tannlækni.
Ég er ekki nógu harður. Allt of hlédrægur og rólegur.
Hálfgerð skómotta fyrir tannlækna... Þetta er vandamál, og ég þarf að laga það.
En djöfull sé ég eftir því núna, það vantar krónuna á tönninna og ég sit eftir með hauslausa tönn með svo hvössum brúnum að vinstri hliðin á tungunni er farinn að minnka.
Síðan var minnst á að gera við endajaxlinn minn, sem tannsi vildi fyrst taka úr. Nú kannast tannsi ekkert við það og vil lappa upp á þann fannt.
Ég verð að segja NEI. Ef það er eitthvað meira átt við kjaftinn á mér, verður það að verða mér í hag, ekki bara fyrir tannsa til að búa til viðskipti fyrir sig.
Ef reikningurinn fyrir þessa tönn verður of hár, skipti ég um tannlækni.
Ég er ekki nógu harður. Allt of hlédrægur og rólegur.
Hálfgerð skómotta fyrir tannlækna... Þetta er vandamál, og ég þarf að laga það.
Powered by ScribeFire.
1 comment:
Hæ hæ!
Bara búinn að vera að blogga eins og vindurinn ;D
Já og til hamingju með nýja hljómsveitarnafnið...
En hey, þú gleymdir að láta mig vita að þið væruð að spila, annars hefði ég totally kíkt á ykkur ;)
Post a Comment