Tuesday, July 17, 2007

Eistnaflug

Ég fór á Neskaupsstað um síðustu helgi til að sjá vini mína spila á þessum glæsilegu tónleikum sem ganga undir nafninu eistnaflug. Það voru um 24 tímar í bíl þessa helgi, um 8 tímar af suddalegu rokki.

Ég gisti fyrstu nóttina í tjaldi, sem var frekar kalt þar sem hitinn var um fjögur stig og hellings rigning. Seinni nóttina gisti ég á Hóteli þar sem ég ætlaði nú ekki að láta kuldan, fullu rokkarana og rigninguna halda fyrir mér vöku langt fram eftir nóttu.

Núna þegar komið er heim er ég kominn með helvítis flensu og er fastur heima fyrir. Ég er ekki sá eini sem fékk flensu úr þessarri ferð, það eru að minnsta kosti 12 rokkarar sem ég veit af sem eru fastir heima.

Mér fannst Momentum, Mammút, Hostile og Concrete standa út úr á þessum tónleikum.

Vonum að helvítis flensan drepist sem first.

Metall!!!


Powered by ScribeFire.

Tuesday, July 10, 2007


Ég fékk nýja gítarinn minn í dag. Þetta er Ibanez Prestige RG2228, er með 8 strengi og stilltur í E, A, D, G, C, F, A, D.
Fólk á eftir að missa saur þegar þetta verður keyrt í gegnum magnarann minn með þungu distortion trukki. Nú er ég með 6 gítara hérna heima hjá mér, 2 kassagítara, Jackson Randy Rhodes, Ibanez RG, Ibanez Universe 7 strengja og nú Ibanez Prestige 8 strengja.

Gæti það verið að ég væri einhverskonar gítar nörður.

Metall

Sunday, July 08, 2007

Rubiks Cube

Í frítímanum mínum fór ég að leika mér með Rubik's cube og sjá hversu erfitt það sé í rauninni að leysa slíka þraut. Það var í rauninni ekki erfitt, bara að læra á nokkrar formúlur og kunna örlítið fyrir sér til að koma kubbnum í það ástand sem hann þarf að vera til að formúlurnar virki. Ég meira að segja prófaði að taka tíman á mér hversu lengi ég væri nú að leysa þetta og tók það mig ekki meira en 2 1/2 mínútu.

Já, ég hef nægan frítíma til að leika mér. Ef ég er ekki að spila á gítarinn, þá er ég að æfa með hljómsveitinni minni, ef það er ekki í gangi þá er maður yfirleitt að leysa einhverjar þrautir, spila á trommurnar eða teikna.

En nú var verið að kveikja undir mér með það að fara að spila fótbolta, sem er alls ekki slæm hugmynd.

Já, maður verður að reyna að halda sér uppteknum.


Powered by ScribeFire.

Monday, July 02, 2007

Dautt Rock.

Ég skellti mér á tónleika á sunnudaginn og sá rokkarana í Cannibal Corpse. En ég fór ekki á þessa tónleika til að sjá það band, heldur félaga mína í Momentum og stóðu þeir sig bara með príði. Mér fannst hins vegar tónleikar Cannibal Corpse verða dálítið þreitandi, þar sem flest lögin eru of keimlík. Það besta sem ég hef heyrt með þeim mönnum er þetta, en það eru líka til skemmtilegar útfærslur af þeirra lögum sem flestir geta haft gaman af.

Það dauðarokk sem ég hlusta á er allt tæknilegt og mundi ég ekki kvarta ef þeir mundu sleppa því yfir höfuð að syngja.

Það að spila tónlistina mjög hratt gerir hana oft of klunnalega og dregur oft úr henni allan kraft.

Tónlist sem ég er mjög hrifin af þessa stundina er Tool, S.Y.L, Miles Davis, Necrophagist og Meshuggah.

Tool eru með mjög grípandi og heilsteipt lög, skemmtilegan söngvara og áhugaverða texta.
S.Y.L eru með mjög tilraunakenda tónlist sem er sett saman af brjálæðingnum honum Devin Townsend sem er einn ótrúlegasti söngvari sem ég veit um.
Miles Davis hefur búið til mikið af þægilegri jazz tónlist, og er Blue in Green í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Necrophagist og Meshuggah eru bönd sem eru saman sett af ótrúlega færum hljóðfæraleikurum sem leika sér mikið með polyrithma og flóknar samsetningar.

Það er mikið til af góðri tónlist og hún finnst ekki öll á sama staðnum. Lítið í kring um ykkur og reynið að finna eitthvað ykkur við hæfi í stað þess að láta mata ykkur.

LastFM gæti komið ykkur á sporið!!!


Jazz




Powered by ScribeFire.