Monday, July 02, 2007

Dautt Rock.

Ég skellti mér á tónleika á sunnudaginn og sá rokkarana í Cannibal Corpse. En ég fór ekki á þessa tónleika til að sjá það band, heldur félaga mína í Momentum og stóðu þeir sig bara með príði. Mér fannst hins vegar tónleikar Cannibal Corpse verða dálítið þreitandi, þar sem flest lögin eru of keimlík. Það besta sem ég hef heyrt með þeim mönnum er þetta, en það eru líka til skemmtilegar útfærslur af þeirra lögum sem flestir geta haft gaman af.

Það dauðarokk sem ég hlusta á er allt tæknilegt og mundi ég ekki kvarta ef þeir mundu sleppa því yfir höfuð að syngja.

Það að spila tónlistina mjög hratt gerir hana oft of klunnalega og dregur oft úr henni allan kraft.

Tónlist sem ég er mjög hrifin af þessa stundina er Tool, S.Y.L, Miles Davis, Necrophagist og Meshuggah.

Tool eru með mjög grípandi og heilsteipt lög, skemmtilegan söngvara og áhugaverða texta.
S.Y.L eru með mjög tilraunakenda tónlist sem er sett saman af brjálæðingnum honum Devin Townsend sem er einn ótrúlegasti söngvari sem ég veit um.
Miles Davis hefur búið til mikið af þægilegri jazz tónlist, og er Blue in Green í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Necrophagist og Meshuggah eru bönd sem eru saman sett af ótrúlega færum hljóðfæraleikurum sem leika sér mikið með polyrithma og flóknar samsetningar.

Það er mikið til af góðri tónlist og hún finnst ekki öll á sama staðnum. Lítið í kring um ykkur og reynið að finna eitthvað ykkur við hæfi í stað þess að láta mata ykkur.

LastFM gæti komið ykkur á sporið!!!


Jazz




Powered by ScribeFire.

1 comment:

stellagella said...

Já ég stend í þeirri meiningu að ég sé ekki nógu þroskuð tónlistarlega séð til að hlusta á jazz. Mér finnst það alveg einstaklega þreytandi tónlist yfirleitt, en ég geri mér samt grein fyrir að þetta er ALVÖRU tónlist en ekki bara eitthvað rusl ;p.

Ég er meira í rokkinu og mjööög sveigjanleg þar ;D - allt frá mainstream út í furðulegt, létt yfir í þungt og stundum yfir í dautt :)

Tool eru geðveikir en kannast ekki við hinar, svo eru System of a Down náttla BRILLIANT!!! =D