Í frítímanum mínum fór ég að leika mér með Rubik's cube og sjá hversu erfitt það sé í rauninni að leysa slíka þraut. Það var í rauninni ekki erfitt, bara að læra á nokkrar formúlur og kunna örlítið fyrir sér til að koma kubbnum í það ástand sem hann þarf að vera til að formúlurnar virki. Ég meira að segja prófaði að taka tíman á mér hversu lengi ég væri nú að leysa þetta og tók það mig ekki meira en 2 1/2 mínútu.
Já, ég hef nægan frítíma til að leika mér. Ef ég er ekki að spila á gítarinn, þá er ég að æfa með hljómsveitinni minni, ef það er ekki í gangi þá er maður yfirleitt að leysa einhverjar þrautir, spila á trommurnar eða teikna.
En nú var verið að kveikja undir mér með það að fara að spila fótbolta, sem er alls ekki slæm hugmynd.
Já, maður verður að reyna að halda sér uppteknum.
Já, ég hef nægan frítíma til að leika mér. Ef ég er ekki að spila á gítarinn, þá er ég að æfa með hljómsveitinni minni, ef það er ekki í gangi þá er maður yfirleitt að leysa einhverjar þrautir, spila á trommurnar eða teikna.
En nú var verið að kveikja undir mér með það að fara að spila fótbolta, sem er alls ekki slæm hugmynd.
Já, maður verður að reyna að halda sér uppteknum.
Powered by ScribeFire.
No comments:
Post a Comment