Tuesday, July 17, 2007

Eistnaflug

Ég fór á Neskaupsstað um síðustu helgi til að sjá vini mína spila á þessum glæsilegu tónleikum sem ganga undir nafninu eistnaflug. Það voru um 24 tímar í bíl þessa helgi, um 8 tímar af suddalegu rokki.

Ég gisti fyrstu nóttina í tjaldi, sem var frekar kalt þar sem hitinn var um fjögur stig og hellings rigning. Seinni nóttina gisti ég á Hóteli þar sem ég ætlaði nú ekki að láta kuldan, fullu rokkarana og rigninguna halda fyrir mér vöku langt fram eftir nóttu.

Núna þegar komið er heim er ég kominn með helvítis flensu og er fastur heima fyrir. Ég er ekki sá eini sem fékk flensu úr þessarri ferð, það eru að minnsta kosti 12 rokkarar sem ég veit af sem eru fastir heima.

Mér fannst Momentum, Mammút, Hostile og Concrete standa út úr á þessum tónleikum.

Vonum að helvítis flensan drepist sem first.

Metall!!!


Powered by ScribeFire.

3 comments:

Unknown said...

Gaur!!
Þú ert latasti bloggarinn sem ég þekki! farðu nú að gera eitthvað í þessu!

- Elli

stellagella said...

Ég er sammála síðasta ræðumanni!
Long overdue!!!

;p

jhaukur (kjwise) said...

Það mætti halda að það væri Eistnaflug allar helgar! :)